Sagt var frá því í hádegisfréttum útvarps að skorað væri á Gordon Brown að gangast við ábyrgð á hruni fjármálakerfis Bretlands. Hann hafi þverneitað því. Saklaus eins og dúfa væntanlega, í speglinum heima hjá sér.
Fréttin rifjaði upp fyrir mér pistil frá því í október þegar djöfulgangurinn gekk yfir Ísland og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á íslensku þjóðina. Þá nóttina sváfu margir minnimáttar Íslendingar illa. Sjá hér.