Ýmsir hafa spurt mig, sumir undrandi og aðrir álasandi, hvort ég sé að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn þar sem ég hafi haldið hús í meira en 50 ár. Byggja þeir spurningarnar á pistlum mínum á heimasíðunni undanfarið. Þykir karlmönnum nóg um og einstaka konu líka. Þá hafa einn og einn með háðsku glotti spurt hvort ekki sé allt í lagi í toppstykkinu.
Fallinn down er Bretinn Brown
Sagt var frá því í hádegisfréttum útvarps að skorað væri á Gordon Brown að gangast við ábyrgð á hruni fjármálakerfis Bretlands. Hann hafi þverneitað því. Saklaus eins og dúfa væntanlega, í speglinum heima hjá sér.