Það var snemma í nóvember sem ég keypti tvær jólastjörnur í Húsasmiðjunni og færði Ástu. Hún hefur alla tíð unnað blómum og skreytt heimili okkar með þeim. Það sem fékk mig til að kaupa stjörnurnar svona löngu fyrir jól var samtal við fullorðna konu sem einnig var að svipast um í búiðinni.
Þegar ég spurði hana hvort nokkuð þýddi að kaupa svona snemma í von um að þær lifðu til jóla, sagði hún mér m.a, sögu af vinkonu sinni sem keypti tvær í október eitt árið. Önnur féll fyrir jól, hin lifði langt fram á vor. Það var því með eftirvæntingu að ég fylgdist með stjörnunum tveim í umsjón Ástu.
Þróunin varð sú að önnur þeirra féll snemma í febrúar en hin er á myndinni hér fyrir neðan, sem tekin er í dag. Og virðist býsna hress.
Ásta er jafn natin að hlúa að blómun og fólki sé ég á jólastjörnunni. Kveðja.