Það var snemma í nóvember sem ég keypti tvær jólastjörnur í Húsasmiðjunni og færði Ástu. Hún hefur alla tíð unnað blómum og skreytt heimili okkar með þeim. Það sem fékk mig til að kaupa stjörnurnar svona löngu fyrir jól var samtal við fullorðna konu sem einnig var að svipast um í búiðinni.
The Reader: Hvað hefðir þú gert?
Ferðir okkar Ástu í bíó eru ekki tíðar. Gjarnan líða eitt til tvö ár á milli bíóferða. Síðast fórum við og sáum Brúðgumann í febrúar 2008. Það var fyrir Kreppu. Í gær sóttum við í okkur veðrið og ókum vestur í Háskólabíó til að sjá The Reader, en við lásum bókina Lesarinn, Der Vorleser, eftir Bernhard Schlink, í frábærri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar í febrúar 2005 og urðum bæði mjög hrifin af henni. Sjá hér.