Svo ók hún af stað og veifaði

Við vorum hálfnuð með morgunverðinn. Sátum við borðstofuborðið og hún spurði hvernig ég héldi að horfur okkar væru. Á þessum tímum. Það varð nokkur þögn. Hvað getur maður sagt þegar stórt er spurt? Ekki get ég svarað eiginkonu minni, til fimmtíu ára, á sömu nótum og ríkisstjórnir okkar svara þjóðinni. Enda tæpast nógu lyginn til þess.

Lesa áfram„Svo ók hún af stað og veifaði“

Siðferði og stjórnmál

Á þessum óvenjulegu tímum í stjórnmálum, þegar margir stjórnmálamenn hafa misst sinn fasta langtíma valdasess í ríkisstjórn og aðrir sem þráð hafa þau sömu völd um langt árabil, af sjóðheitri ástríðu, komist til valda, fer ekki hjá því að kjósendur verði vitni að mikilli geðshræringu hjá báðum hópunum.

Lesa áfram„Siðferði og stjórnmál“

Kommúnistinn og lambhúshettan

Það hefur legið fyrir megnið af ævi minni að ég hef ekki mikið vit á stjórnmálum. Þess vegna hef ég stutt frelsi og framtak einstaklingsins í gegnum tíðina. Fundið feikilega hamingju í því að fá að vinna og vinna mikið. Það þótti mér mikil sérréttindi. Að fá að vinna mikið. Til þess að verkamaður kæmist af varð hann að vinna mikið. Þannig hafa kaupin á eyrinni gerst á Íslandi.

Lesa áfram„Kommúnistinn og lambhúshettan“

Jákvæð frétt úr pólitík

Indriði H. Þorláksson verður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Ákaflega líst mér vel á þá ákvörðun. Allt hans tal undanfarið hefur verið yfirvegað og byggt á mikilli þekkingu og langri reynslu af peninga – og skattamálum landsmanna. Vona að yfirmönnum hans takist að fara að ráðum hans.

Þingmaður, gættu þín

Í gærkvöldi horfði ég á Kastljós. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fór mikinn og talaði um fólkið í landinu eins og það standi hjarta hans næst. Upp í hugann kom sterkur áróður hans fyrir fáeinum misserum fyrir því að bankarnir tæku yfir Íbúðalánasjóð, það væri það sem kæmi fólkinu í landinu best, sem og það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum.

Lesa áfram„Þingmaður, gættu þín“

Ögmundur er kaldur kall

Á áttatíu dögum kringum jörðina. Það var heilmikið ferðalag og margt skondið sem dreif á dagana. Það má líka reikna með að margt skondið drífi á daga þjóðarinnar þessa áttatíu daga sem Jóhönnu stjórnin fer með völdin. Mér fannst Ögmundur heilbrigðisráðherra nokkuð kaldur kall þegar hann sló innlagningargjaldið af í einu höggi.

Lesa áfram„Ögmundur er kaldur kall“

Grimmd örlaganna

„En það hlýtur að teljast grimmd örlaganna að sá maður sem þurrkaði upp gamlar skuldir landsins í fjármálaráðherratíð sinni, Geir Haarde, skuli nú sitja uppi sem blóraböggull vegna ósvífni fjárglæframanna og alls kyns braskara.“ Þannig tekur Matthías Johannessen til orða í opnu grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins um helgina.

Lesa áfram„Grimmd örlaganna“