Ýmis tíðindi síðustu daga hljóma vel. Árni Matt hættur. Fleiri af gamla liðinu, en þeir sem þegar hafa tilkynnt sig út af, mættu hætta. Og jafnt af báðum kynjum. Svo er að vona að betri liðsmenn komi inn á.
Friður er kominn á um Seðlabankann. Í bili að minnsta kosti. Vonandi eru ákvarðanir um hann góðar fyrir mig og litlu Gunnu og litla Jón á hæðinni fyrir ofan.
Fjöldi fólks er að tilkynna um framboð sitt til prófkosninga. Framboð virðist ætla að verða meira en eftirspurn og er það vel. Þá getum við, Jón hennar litlu Gunnu, litla Gunna og ég, valið úr stærri hópi. Vonandi líst okkur á suma frambjóðendurna. Það verður fróðlegt að sjá hvað heyrist af þeim málum eftir hádegi á morgun
Ákvörðun Ómars Ragnarssonar og hans fámenna hóps um að ganga í Samfylkinguna harla góð. Flokkurinn hefur vafalítið meira vægi innan vallar en utan. Fleiri mættu feta í fótspor þeirra. Nóg um það til morguns.