Vinstri grænir mega ekki fara í kirkju, segja Smuguhöfundar. Þá vitum það. Nóg var nú fyrir samt. Og Framsónarflokkurinn? Menn héldu um tíma að hann ætlaði að endurnýja sig. Það var óskynsamleg bjartsýni.
En hverskonar drullumall skyldi nú koma út úr þessu endemis brölti stjórnmálamannanna? Það er eins og flestir leggi sig fram um að gera allt nema það að sinna raunverulegum vandamálum þjóðarinnar sem er þó brýnt, eða er það það ekki?
Ég styð Jóhönnu Sigurðar heils hugar, þó ekki hvarfli að mér að hún sé óskeikul. Var annars einhversstaðar óskeikull stjórnmálamaður á boðstólum? Ekki margir sýnist manni og kemur eitt og annað kúnstugt upp úr dúrnum þessa dagana sem undirstrikar það.