Dagar sveitasælu að baki. Í fyrradag var ekki hægt að greina gilið í Sámsstaðamúlanum. Hvítur snjórinn huldi kletta og drög. Í gær var snjórinn horfinn. Snjólínan ofar gilinu. Hrafnarnir sáust ekki. Það er óvenjulegt. Smyrill sat nokkra stund á mæninum hjá nágranna.