Föstudagar, mér finnst þeir svo langir

Hef í morgun flett í Erlendum ljóðum frá liðnum árum, frábærum þýðingum Helga Hálfdanarsonar sem nýlega er látinn. Datt í hug að nappa tveim vísum eftir Piet Hein sem Helgi þýddi og birta hér í vikulokin. Til gamans.

Um sólskinið

Eitt sinn var sólskinið einungis sólskinið,
indælt og gullbjart að sjá.
Nú eru alheimsins áhyggjur komnar
og eiga að dragast frá.
Fengi ég viðtal hjá veraldarstjórninni,
viki ég orðum að því
að fá okkar skuldlausa, gamla og gullna
og glaðværa sólskin á ný.

Lögin

Lög eru net
sem láta sleppa
laxana stóru
en seiðin hreppa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.