Ekki hafði Ingibjörg Sólrún þrek til að víkja. Það hefði þó verið réttara. Hvað Jón Baldvin ætlar sér upp á dekk er óskiljanlegt. Getur Samfylkingarfólk ekki einfaldlega kosið Jóhönnu sem formann hvað sem öðru líður? Það sýnist manni einfaldlega blasa við sem eðlileg niðurstaða.
Árni Matt hættur. Fleiri mættu hætta.
Ýmis tíðindi síðustu daga hljóma vel. Árni Matt hættur. Fleiri af gamla liðinu, en þeir sem þegar hafa tilkynnt sig út af, mættu hætta. Og jafnt af báðum kynjum. Svo er að vona að betri liðsmenn komi inn á.
Ég söng fyrir verslunarstjórann
Það var ekki komið í tísku að syngja út sælgæti þegar ég var drengur. Þá kepptumst ungmenni eingöngu við að hengja poka aftan á náaungann. Það var oft talsvert spennandi. Síðar komst sá siður á að fara um í flokkum og syngja í verslunum og fyrirtækjum og fá sælgæti í verðlaun.
Vinstri grænir, kirkjan og Framsóknarflokkurinn
Vinstri grænir mega ekki fara í kirkju, segja Smuguhöfundar. Þá vitum það. Nóg var nú fyrir samt. Og Framsónarflokkurinn? Menn héldu um tíma að hann ætlaði að endurnýja sig. Það var óskynsamleg bjartsýni.
Segðu mömmu…
Fordómar í hausnum á mér hafa oft valdið því að nafn á sumum nýjum bókum hafa fælt mig frá þeim. Hluti af þeirri firru helgast af því að þessi árin ráða gamlir menn ekki við að kaupa nema sárafáar af þeim bókum sem þeir áður hefðu stokkið á á útgáfudegi. En segja nú eins og þekktur refur; „Þau eru súr.“
Með visnaða hönd úr kjörklefanum
Dagar sveitasælu að baki. Í fyrradag var ekki hægt að greina gilið í Sámsstaðamúlanum. Hvítur snjórinn huldi kletta og drög. Í gær var snjórinn horfinn. Snjólínan ofar gilinu. Hrafnarnir sáust ekki. Það er óvenjulegt. Smyrill sat nokkra stund á mæninum hjá nágranna.
Dance me to the end of love
Daginn hefur lengt. Birtan á milli élja dregur hugann út úr þéttbýlinu á vit þess héraðs sem sterkust á ítök í hjartahólfinu. Þar sem lífið og tilveran lék á strengina eins og fiðlubogi á selló. Í minningunni fegurri en fyrrum. Lúta lögmáli um fjarlægð og bláan lit fjalla.
Valdið er flott föt og skapar manninn
Á meðan þeir höfðu völdin komu þeir fram ábúðarmiklir með breiðan brjóstkassa og töluðu skáhallt niður á við til flestra. Í þinginu talaði hver og einn þeirra eins og sá sem valdið hafði. Valdið er flott föt og skapar manninn. Þingmanninn. Ráðherrann.
Útlitið versnaði um helgina
Í fyrsta lagi urðu að engu vonir um að Framsóknarflokkurinn ætlaði að blása nýjum vindum í stjórnmálin. Þegar stjórnmálaflokkar ákveða að hafa ekki prófkjör þá hefur mér alltaf sýnst að á bak við þær ákvarðanir séu myrkraöflin. Þeir sem telja sig eiga flokkana. Þeir krefjist þess að stillt sé upp á listana svo þeir ráði mannvalinu. Það er böl.
Haninn og prikið
Maður horfir álengdar. Hlustar álengdar. Og undrast aftur og aftur. Ástandið liggur yfir eins og dimmur skýjabakki. Venjulegt fólk áttar sig ekki til fulls á því hversu slæmt það mun verða. Framkoma og hegðun stjórnmálamanna er með ólíkindum. Fæstir haga sér eins og þjóðinni sé vandi á höndum. Gamall hani reigði sig á priki í gær.