Stjórnin fallin. Það hafa margir þráð af ástríðu. Unaðarhrollur fer eflaust um fjölda fólks. En hvað tekur við? Hver verður staða okkar hinna smáu? Eldri borgara, öryrkja, sjúklinga og annarra sem lifað hafa við og undir fátæktarmörkum? Verður staða þeirra betri eða verri?
Óvissa og kvíði hlýtur að grípa um sig á meðan sett eru saman ný stjórnvöld. Og spurningar vakna. Hvernig stjórnvöld verða það? Hvaða fólk verður valið til að bjarga skútunni? Hvaða þjóðfélagsþegnar munu fá þyngstu byrðarnar? Verða það þeir lakast settu? Það hefir stundum gerst. Vonandi kemur niðurstaða fljótt.