Sagt er að það séu um það bil þrjátíu menn sem eiga mesta sök á fjármálaspillingunni. Öll þjóðin sýpur seyðið af atferli þeirra. Þessir 30 hafa helgað sig græðgi og yfirgangi í samfélaginu og rakað miskunnarlaust til sín margföldum arði af framleiðslu þjóðarinnar. Þar til síðustu 100 daga, hefur hópurinn notið virðingar og aðdáunar stjórnvalda sem hafa mært hann um langt árabil.