30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur

Þegar við strákarnir á Grímsstaðaholtinu komum niður á Austurvöll var búið að kasta táragasi. Hvítliðar komnir fram með kylfur og mannfjöldinn tekinn að hlaupa í ýmsar áttir. Við komum hlaupandi um sundið sem lá frá Vonarstræti, framhjá hjá Listamannaskálanum og Baðhúsi Reykjavíkur yfir á Kirkjustræti. Það heyrðist mikill hávaði.

Lesa áfram„30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur“