Nú er Birkir Jón orðinn varaformaður við hliðina á Sigmundi Davíð nýkjörnum formanni Framsóknarflokksins. Þá eru auknar líkur á að gamli sökkullinn verði fjarlægður og að ný stjórn grafi niður á fast. Á því er þörf. Elstu byggingarmeistarar flokksins byggðu á góðum gildum. Síðan komu kynslóðir sem vildu hagsmuni fyrir fáa.
Svona byggingarvinna er ekki einföld. Húsið þarf að standa af sér steypiregn, vatnsflóð og storma sem stöðugt bylja á slíkum húsum, að ógleymdum árásum ísmeygilegra afla sem vilja næra eiginhagsmunina á kostnað margra.
Í framhaldi verður lærdómsríkt að fylgjast með landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hvort þar verði gerðar breytingar og þá hvaða. Sjáum hvað setur. Breytinga er þörf.
Jú hann Einar okkar ætlar að rífa Framsókn upp úr doðanum og þar er miklu mikilvægari maður á ferð en þeim sem stillt er upp í glugganum. : -)