Helgi situr á bekknum við Grófina. Það er snjómugga. Logn. Muggan setur blíðlegan svip yfir höfnina. Það er róandi að horfa yfir að Ægisgarði. Helgi er í fötum af ættingja sem lést skömmu fyrir jól. Sá hafði verið svipaður á hæð og Helgi en grennri. Fötin voru vandaðri en þau sem Helgi var vanur að klæðast. Loks er hann með rauða lambhúshettu á höfðinu. Örmjó rifa er fyrir augun. Lítið kringlótt gat við munninn.