Ef einhver dugur væri í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar og einlægur vilji til að gera þjóðinni gott, – þá á ég við þjóðinni allri, ekki bara útvöldum vinum ráðmannanna – þá hæfu þeir niðurskurðinn í eigin ranni, alþingi og ríkisstjórn. Þar ætti að vera hægt um vik.
Skattur á andlát
Loksins þegar Guðlaugur heilbrigðisráðherra kemur í ljós eftir margar vikur til hlés kemur hann fram með tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu um allt Ísland. Galvaskur eins og útrásarvíkingarnir voru fyrir fimm mánuðum, tætir hann gamalt fólk á milli stofnana, hækkar komugjöld á sjúkrahús og breytir gjaldskrám til hins verra fyrir alla sem veikburða eru.