Þegar Geir Haarde lýsir Jóhönnu Sigurðardóttur hnýtir hann því gjarnan aftan við, annars jákvæð ummæli um hana, að hún sé eyðslusöm. Væntanlega byggir hann þá skoðun á þeirri stefnu Jóhönnu að vilja gera betur við verst settu þjóðfélagsþegnana en tíðkast hefur hingað til.
Framsóknarflokkurinn – það skyldi þó ekki vera?
Það er merkilegt hvernig heilinn í manni bregður við hinum ýmsu fréttum. Fannst ég lesa það að Sigmundur Davíð hefði alfarið neitað að styðja hugmyndina um að eignir útrásarvíkinga yrðu frystar.
Tívolí í allan dag
Það er nú ekki alltaf svo gott. En í dag hef ég upplifað það í miðri lotu stjórnmálamanna við að mynda vinstri stjórn. Tel mig ljónheppinn eldri borgara að fá að upplifa slíka skemmtun á borð við þær sem fólk upplifir þegar það heimsækir Tívoli. Til dæmis í Kaupmannahöfn. Sumir lifa á því alla ævi.
Margir prófsteinar framundan
Ósköp verður spennandi að fylgjast með nýrri ríkisstjórn. Nú verður, til dæmis, auðvelt að afnema eftirlaunalögin. Allir einhuga. Ekkert íhald til að skemma fyrir.
Nú fá margir fullnægingu
Stjórnin fallin. Það hafa margir þráð af ástríðu. Unaðarhrollur fer eflaust um fjölda fólks. En hvað tekur við? Hver verður staða okkar hinna smáu? Eldri borgara, öryrkja, sjúklinga og annarra sem lifað hafa við og undir fátæktarmörkum? Verður staða þeirra betri eða verri?
Gæði samfélags – og tveir 30 manna hópar
Sagt er að það séu um það bil þrjátíu menn sem eiga mesta sök á fjármálaspillingunni. Öll þjóðin sýpur seyðið af atferli þeirra. Þessir 30 hafa helgað sig græðgi og yfirgangi í samfélaginu og rakað miskunnarlaust til sín margföldum arði af framleiðslu þjóðarinnar. Þar til síðustu 100 daga, hefur hópurinn notið virðingar og aðdáunar stjórnvalda sem hafa mært hann um langt árabil.
30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur
Þegar við strákarnir á Grímsstaðaholtinu komum niður á Austurvöll var búið að kasta táragasi. Hvítliðar komnir fram með kylfur og mannfjöldinn tekinn að hlaupa í ýmsar áttir. Við komum hlaupandi um sundið sem lá frá Vonarstræti, framhjá hjá Listamannaskálanum og Baðhúsi Reykjavíkur yfir á Kirkjustræti. Það heyrðist mikill hávaði.
Fátt til að lifa fyrir II
Hún er þekkt frásagan af föngunum tveim sem horfðu út um rimlagluggana á klefum sínum. Annar horfði niður, sá aðeins drullupollana fyrir utan og formælti þeim. Hinn horfði upp, sá stjörnubjartan himinn og gladdist yfir fegurð stjarnanna. Af þessu má læra.
Fátt til að lifa fyrir
Í gærkvöldi lofaði ég mér því að forðast að gjóa huganum, næstu daga, í áttina að stjórnmálum. En hugurinn á það til að vera taumskakkur og leita til hliðar frá ákveðinni stefnu. Ætlunin var að reyna fremur að dvelja við efni sem hugsanlega hýrgar sálina. En hvar skyldi slíkt efni vera að finna?
Ný Framsókn með nýjum mönnum?
Nú er Birkir Jón orðinn varaformaður við hliðina á Sigmundi Davíð nýkjörnum formanni Framsóknarflokksins. Þá eru auknar líkur á að gamli sökkullinn verði fjarlægður og að ný stjórn grafi niður á fast. Á því er þörf. Elstu byggingarmeistarar flokksins byggðu á góðum gildum. Síðan komu kynslóðir sem vildu hagsmuni fyrir fáa.