Ég var nú bara átta ára þegar þessi umsókn var send til skömmtunarskrifstofunnar. Ég upplifði líka að vera sendur niður í Gúttó til að sækja skömmtunarmiða fyrir helstu nauðsynjum heimilis foreldra minna. Eins og aðrir íbúar landsins. Þá fannst ríkisstjórninni, eins og núna, að hún ein hefði vit á því hvernig fólk ætti að lifa.
Nú fara menn að hressast
Nú fara menn að hressast. Dalurinn kominn í 120. kr. Þá fær maður von um að geta bráðlega aftur keypt bækur á Amazon. Ég hætti þegar dalurinn fór í 90 krónur. Það verður ánægjulegt að vita af möguleikanum þótt lítið sé um skotsilfur. Svo er í öllu falli hægt að velta því fyrir sér, á netinu, hvaða bækur gaman væri að eignast.
Orð, efni og unaður
Nú hvolfist flóðið yfir þjóðina. Stórir brimskaflar. Bækur. Orð. Hugsanir. Milljónir orða. Ofan í brimskafla krepputalsins. Það er mikil ágjöf um þessar mundir. Samt að verða komið nóg af krepputali. Meiri hluti þess froða. Tölum því um bækur. Næstu vikur að minnsta kosti.
Kona með þrettán fingur
Hún var grönn, nett og meðalhá. Greiddi hárið slétt aftur, utan tvo lokka eins og gyðingalokka, sem lágu niður með vöngunum. Andlit hennar var slétt, augun lifandi og augnabrúnirnar mjó strik. En munnurinn var dálítið sérstakur.
Hvað á það að þýða af síldinni að verða veik?
Hvað á það að þýða af síldinni að verða veik? Og missa verðgildi sitt, síldin, veðsett óveidd. Upp í topp. Og það á svona erfiðum tímum. Er þetta ekki gjörsamlega óábyrgt? Hvernig bregðast nýju bankarnir við? Hvernig brugðust gömlu bankarnir við?
Um hvað yrði kosið?
Það var kisulórusvipur á Steingrími Joð í fréttunum í gærkvöldi þegar hann var spurður um viðhorf sitt til þess að VG mældist stærsti stjórnmálaflokkurinn á landinu. Mig minnir að hann hafi svarað: „Það er auðvitað ánægjulegt. Við eigum inni fyrir þessu.“
Hverslags aumingjar eru þetta?
Las það á netinu í morgun að Hreinn Loftsson ásamt einhverjum hulduvinum stefni að því að kaupa Árvakur. Óþægilegar kuldabólur flæddu niður eftir bakinu á mér. Spurði svo Ástu, höstugur, hverskonar aumingjar þetta væru sem stæðu að Árvakri að geta ekki haldið fyrirtækinu gangandi.
Hjartahnoð á Mogganum
Mikið mundi ég sakna Moggans. Hef lesið hann í meira en sextíu ár. Í augum mínum hefur hann alla tíð verið kletturinn í blaðaheiminum. Ritstjórar hans og margir mætir blaðamenn í gegnum tíðina menn sem maður treysti. Ég hef ekki sömu tilfinningu fyrir þeim sem skrifa blaðið núna. Enda eigendahópurinn öðruvísi samansettur.