Í öllu argaþrasi hversdagsins sem dynur yfir land og þjóð þessa dagana er það tvennt sem stingur í augun. Já, auðvitað ásamt ýmsu fleira. Þetta tvennt er annarsvegar mótmælendur með lambhúshettur. Þeir vilja ekki að þeir þekkist. Eru ekki heilir í því sem þeir eru að gera.
það má segja að þeir séu alls ekki á staðnum. Þátttaka þeirra því bitlaus. Hinsvegar eru það bloggarar sem skrifa ekki undir nafni. Slík launsátur ættu ekki að þekkjast.
Þá var blaðamennska göfugt starf
Lengi vel trúði ég því að blaðamennska væri göfugt starf. Með fáum undantekningum. Í hópi blaðamanna voru menn sem ég bar ákaflega mikla virðingu fyrir. Og dáðist að sumum. Allt frá æskuárunum. Hinir voru færri sem vöktu andúð. Um þessar mundir sýnist mér blaðamennska bara vera starf. Meira og minna án göfugmennsku. Þessu hafa blaðamennirnir sjálfir breytt. Af hverju ætli það hafi gerst?
Eftir Silfrið: Hverjir standa með þjóðinni?
Einfeldningurinn í sjálfum mér kemst í mikinn vanda tvisvar til þrisvar á dag um þessar mundir. Það er þegar hann reynir að mynda sér skoðun á þjóðmálunum byggða á orðum hinna ýmsu álitsgjafa. Já, svo og æðstu manna stjórnmálanna. Það er eitthvað feikilega dularfullt við alla ræðu valdsmanna. Ekkert sagt hreint og ekkert klárt. Manni finnst þeir séu að segja ósatt og sá sem segir ósatt þarf væntanlega að fela eitthvað.
When Texans came to dinner II
English version from older epistle.
Last week she came from Texas. I haven´t seen her in 20 years. Birna Björk. My niece. She was accompanied by her son, Kristinn. A 20 year old handsome fellow. He is born and raised in Texas. Belton.
Risaþota ferst – yfirstjórnin komin á slysstað
Þota með þrjú hundruð og þrjátíu farþega brotlenti. Mikill eldur braust út. Farþegar þeyttust úr flakinu og lágu dreifðir um stórt svæði, margir mjög illa slasaðir. Yfirstjórnin er komin á slysstað og skipuleggur björgunarstarf.
Götukona les ekki Moggann
Götukonan hniprar sig saman í desemberrökkrinu. Hún vefur úlpunni fast að sér og brettir kragann á henni upp. Hún er örlítið hokin og beitir annarri öxlinni fyrir sig þegar hún gengur. Líkt og aðrir gera í stormi. Hún horfir ekki framan í fólkið sem hún mætir. Ekki heldur í búðagluggana. Hún horfir ofan í gangstéttina og inn í sjálfa sig
Ekki ferð til fjár
Búandi hér hálfa leið austur á Hellisheiði, eða nánar tiltekið, upp undir Rjúpnahæð þar sem Salahverfi heitir, ákvað ég að aka niður í miðbæ Reykjavíkur til að kaupa hljómdisk hjá útgefanda. Var ferð mín byggð á þeirri reynslu að ýmis bókaforlög hafa selt mér bækur sínar á miklu hagstæðara verði en bókabúðir hafa boðið. Þetta var í morgun.
Kastljósið og kjaftahamurinn
Þá finnst mér Kastljósið rísa hæst í umræðum um kreppuna, þegar því tekst að láta viðmælendur sína komast í þannig kjaftaham að þeir gleymi að fela sig og standi berir fyrir framan þjóðina. Það mætti gerast oftar.
Lífeyrissjóðir og afburða stjórnendur
Var að lesa í Mogganum um laun forstjóra lífeyrissjóðanna. Árslaun allt að krónum
– tuttuguogníumilljónirogáttahundruðþúsund -. Kr. 29.800.000.-.
Rabbi á Svarfhóli – útför á aðventu
Reykholtskirkja var þéttsetin í gær. Margir stóðu. Alvaran lá yfir. Kórinn söng „Á hendur fel þú honum.“ Hugurinn reikaði. Rifjaði upp. Ellefu ára gamall fór ég í mína fyrstu ferð út fyrir Reykjavík í aðra átt en til afa og ömmu á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hlýja og vernd höfðu einkennt sumrin þar. Dagana og næturnar.