Ágúst Ólason sendi okkur Ástu þessa frábæru mynd með jólakveðju sinni til okkar. Myndina tók hann í aðdraganda jóla.
Smellið á myndina.
Myndin hreif mig svo að mér fannst ekki annað hægt en að deila henni með gestum síðunnar. Í símtali við Ágúst í morgun gaf hann mér góðfúslega leyfi til að birta hana og er ég honum þakklátur fyrir það.
Með myndinni sendi ég bestu hátíðarkveðjur til gesta síðunnar og óskir um að ljós og ylur megi anda inn í hjörtu þeirra.