„Ég hef heyrt, sagði Einar, að Árni Bergmann sé að skrifa
bók sem á að heita Glíman við Guð. Seint koma sumir …
Já og fór í klaustur í Þýskalandi. Svona fer fyrir þessum
kommum þegar þeir gerast gamlir og hræddir, sagði Sveinn.“
Bókin hans Árna var á óskalistanum mínum. Þar voru ekki margar bækur. En þessa fékk ég í jólagjöf og er að byrja á henni. Mér sýnist upphafið sé listilegt enda maðurinn bæði gáfaður og afburða snjall textahöfundur. Vissulega eru bækur hluti af hátíðinni. Ég vona að þið hafið fengið góðar bækur um jólin.
Hann er ljóngáfaður. Það er kyrrð að hlusta á slíka.