Eftir kaffið og Moggann í morgun sögðu bækur í einni hillunni í bókaherberginu að það færi ekki nógu vel um þær. -Elskurnar mínar, svaraði ég, -hvað er það sem angrar ykkur? –Æ, okkur ljóðabækurnar langar að vera meira saman. Þú hefur dreift okkur of mikið og stungið ýmsum á milli og aðskilið sumar okkar sem eru vinir. -Eruð þið snobbaðar, spurði ég?