Þota með þrjú hundruð og þrjátíu farþega brotlenti. Mikill eldur braust út. Farþegar þeyttust úr flakinu og lágu dreifðir um stórt svæði, margir mjög illa slasaðir. Yfirstjórnin er komin á slysstað og skipuleggur björgunarstarf.
Greina skal ástand slasaðra. Skipta þeim í þrjá hópa. A: Lítið slasaðir. B: Meira slasaðir. C: Mjög mikið slasaðir. Leggja skal áherslu á að bjarga hópi A fyrst. Flytja hann á sjúkrahús án tafar. Næst skal huga að hópi B. Gera að sárum þeirra eftir mætti. Að síðustu skal skoða hópinn C. mjög mikið slasaða. Ef einhverjir eru enn lifandi.
Hvað manni getur dottið í hug á svona venjulegum laugardegi. Eins gott að maður skrifi ekki pistil um vitleysuna.