Þota með þrjú hundruð og þrjátíu farþega brotlenti. Mikill eldur braust út. Farþegar þeyttust úr flakinu og lágu dreifðir um stórt svæði, margir mjög illa slasaðir. Yfirstjórnin er komin á slysstað og skipuleggur björgunarstarf.
Götukona les ekki Moggann
Götukonan hniprar sig saman í desemberrökkrinu. Hún vefur úlpunni fast að sér og brettir kragann á henni upp. Hún er örlítið hokin og beitir annarri öxlinni fyrir sig þegar hún gengur. Líkt og aðrir gera í stormi. Hún horfir ekki framan í fólkið sem hún mætir. Ekki heldur í búðagluggana. Hún horfir ofan í gangstéttina og inn í sjálfa sig