Þá finnst mér Kastljósið rísa hæst í umræðum um kreppuna, þegar því tekst að láta viðmælendur sína komast í þannig kjaftaham að þeir gleymi að fela sig og standi berir fyrir framan þjóðina. Það mætti gerast oftar.
Það eru ótal margir áhrifamenn til sem þjóðin hefði gott af að sjá og heyra í slíku ástandi. Í gærkvöldi var einn svona þáttur. Hann var mjög afhjúpandi.
Já það er spurning hvort að hægt sé að segja að hann hafi verið kominn á brókina eða orðinn alsber, svo afhjúpaði hann sig fyrir þjóðinni.