Reykholtskirkja var þéttsetin í gær. Margir stóðu. Alvaran lá yfir. Kórinn söng „Á hendur fel þú honum.“ Hugurinn reikaði. Rifjaði upp. Ellefu ára gamall fór ég í mína fyrstu ferð út fyrir Reykjavík í aðra átt en til afa og ömmu á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hlýja og vernd höfðu einkennt sumrin þar. Dagana og næturnar.