„Sá sem flettir Bókinni um taó í fyrsta sinn á bágt með að verjast hlátri, en við annan lestur hlær hann að sjálfum sér fyrir að hafa hlegið hið fyrra sinni; þegar hann les bókina í þriðja sinn kemst hann að þeirri niðurstöðu að fræði af þessu tagi muni vera meira en lítið þarfleg núna.“ Lin Yutang, Wisdom of Laotze, 1948.
Hversu hátt er hið háa Alþingi?
Nokkur hópur þingmanna kvaddi sér hljóðs á Alþingi og líkti starfi sínu þar við starf afgreiðslufólks á kassa í verslun.
Stjórnmál eru ekki neinn venjulegur drullupollur
Það eru auðvitað stórtíðindi að þeldökkur maður hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna. Vafalaust miklu meiri tíðindi en hægt er að gera sér í hugarlund hér uppi á landi lyginnar.
Lesa áfram„Stjórnmál eru ekki neinn venjulegur drullupollur“
Það er svo gaman að ganga saman II
Við gengum niður stigann. Þá tóku við allskyns lampa og skerma og dósa og kodda og ramma og mynda og gardína og ég veit hvað, deildir. Það var mikill erill. Fjöldi fólks að ganga saman og hafa gaman og sumir með fullar kerrur, aðrir með stóra gula IKEA-poka á öxlinni fulla af dóti. Þarna voru hjón eða par með tvær kerrur, báðar svo hlaðnar að út af stóð.
Það er svo gaman að ganga saman
Við fórum í þessa gönguferð í fyrradag, laugardag. Veðrið var milt og stillt. Nema í veðurspánum. Þar gekk á ýmsu. Mikil bílaumferð var á öllum vegum og götum og hvert einasta stæði við verslanahallirnar teppt. Allir að kaupa. Kaupa, kaupa, kaupa.
Eftir Silfur dagsins
Ekki trúi ég því að úrslit kosninga yrðu neitt í líkingu við skoðanakannanir dagsins. Fremur held ég að uppsveifla VG stafi af þörf fólks til að sýna andúð á Sjálfstæðisflokknum. Þá held ég að Samfylkingin skori hátt vegna Jóhönnu Sigurðardóttur sem ein virðist alltaf muna eftir þeim sem erfiðast eiga í baráttunni við að komast af. Hún sker sig úr.