Það er svo gaman að ganga saman II

Við gengum niður stigann. Þá tóku við allskyns lampa og skerma og dósa og kodda og ramma og mynda og gardína og ég veit hvað, deildir. Það var mikill erill. Fjöldi fólks að ganga saman og hafa gaman og sumir með fullar kerrur, aðrir með stóra gula IKEA-poka á öxlinni fulla af dóti. Þarna voru hjón eða par með tvær kerrur, báðar svo hlaðnar að út af stóð.

Lesa áfram„Það er svo gaman að ganga saman II“

Eftir Silfur dagsins

Ekki trúi ég því að úrslit kosninga yrðu neitt í líkingu við skoðanakannanir dagsins. Fremur held ég að uppsveifla VG stafi af þörf fólks til að sýna andúð á Sjálfstæðisflokknum. Þá held ég að Samfylkingin skori hátt vegna Jóhönnu Sigurðardóttur sem ein virðist alltaf muna eftir þeim sem erfiðast eiga í baráttunni við að komast af. Hún sker sig úr.

Lesa áfram„Eftir Silfur dagsins“