Við fórum upp í Borgarfjörð til að slaka á. Vonuðumst eftir næði frá þvarginu um spillinguna og kreppuna. Veðrið tók ljúflega á móti okkur. Logn, gráð og hiti um núll. Ekki hægt að hugsa sér það betra. En einn af þessum föstu siðum er að kveikja á útvarpi á fréttatímum.