Það fer nú þannig fyrir mér á þessum dögum að ég get ekki snúið mér nógu hratt í hringi til að elta allar staðhæfingar sem menn láta frá sér fara um ástandið á landinu um þessar mundir. Það er ekki eins og talað sé einfaldlega í austur og vestur, heldur er einnig þvaðrað í allar aðrar áttir sem og upp og niður.