Það hljóta að vera ástæður fyrir því hvers vegna Íslendingar virðast svo átakanlega vinafáir meðal þjóðanna þessar vikurnar. Og eitthvað sem því veldur. Djúpt inni í hausnum á manni liggja minningar um að þeir hafi oftar verið naumir á framlög til alþjóðamála og samskipti þeirra við aðrar þjóðir fremur einkennst af sterkum vilja til að þiggja fremur en að gefa.
Fjórar jólastjörnur – og glíman við andskotann
Í gærmorgun átti ég erindi til Reykjavíkur. Ferðum mínum þangað fækkar til muna þessi misserin. Að erindum loknum, akandi um Sæbraut, ákvað ég að ráfa um í Húsasmiðjunni. Til tilbreytingar.