Ekki trúi ég því að úrslit kosninga yrðu neitt í líkingu við skoðanakannanir dagsins. Fremur held ég að uppsveifla VG stafi af þörf fólks til að sýna andúð á Sjálfstæðisflokknum. Þá held ég að Samfylkingin skori hátt vegna Jóhönnu Sigurðardóttur sem ein virðist alltaf muna eftir þeim sem erfiðast eiga í baráttunni við að komast af. Hún sker sig úr.