Það var með allnokkurri eftirvæntingu sem ég sótti sunnudags Moggann niður í anddyri í gærmorgun. Fyrir tveim vikum hafði verið tilkynnt, – um leið og Morgunblaðið og Fréttablaðið háttuðu ofan í sama rúmið og fjarlægðu 24 stundir af heimilinu,- að verulegar breytingar myndu verða á helgarblaði Moggans.