„Það er alltaf verið að tala við mig um eitthvað, sem kallað er fólk, og mér er ekki ennþá fullkomlega ljóst, hvað átt er við. Stundum held ég, að það sé kannski vinur minn Dósóþeus Tímóteusson eða eitthvað svoleiðis, en það er víst ekki rétt. Í minni sveit var þónokkur slæðingur af huldufólki, en nú heyri ég sagt að það hafi alltsaman verið tilbúningur og vitleysa. Nei, við náum víst aldrei til „fólksins“ …“