„Enn sá ég undir sólinni, að hinir fljótu ráða ekki yfir hlaupinu, né kapparnir yfir stríðinu, né heldur spekingarnir yfir brauðinu, né hinir hyggnu yfir auðnum, né vitsmunamennirnir yfir vinsældunum, því að tími og tilviljun mætir þeim öllum.
Það er fleira að sjá en kreppu
Sólin hnígur til viðar í vestri. Hún hefur lokið dagsverki sínu einn fagran októberdag. Ákaflega góðu sumri er að ljúka. Góðu. Gleymum því ekki. Og horfum vongóð til næsta vors.