Það er hægt að hafa mörg orð um ágjöfina sem gengur yfir þjóðina þessa daga. Hugsanlega myndi það létta á sálartuðrunni að skrifa og skrifa og skamma og skamma. En svo er að sjá að nógu margir annist það. Og auðvitað hafa þeir allir meira vit á málunum en ég.