Maður rekst stundum á svo ágætar smásögur. Og les þær gjarnan tvisvar. Þannig fór fyrir mér með söguna Bliss eftir Katherine Mansfield.
Raunar er hún til á íslensku. Undir tveim nöfnum. Birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1970, undir nafninu Gleði, í Íslenskum smásögum þýðingum, 1984, undir heitinu Sæla.
Sagan fjallar um Bertu Young, þrítuga konu sem ,, […] langaði stundum fremur til að hlaupa en ganga, að taka dansspor ýmist uppi á gangstéttarbrúninni eða neðan hennar, að velta gjörð, að henda einhverju upp í loftið og grípa það aftur eða standa kyrr og hlæja að – engu, alls engu. […]“
Snilld.