Í gærmorgun fékk ég SMS frá Atlantsolíu. Þeir óskuðu mér til hamingju með afmælisdaginn og í tilefni hans buðu þeir mér 5 kr. afslátt á lítra af bensíni. Ekki leist mér á tilboðið.
Sól í dag
Það er dásamlegt að eiga afmæli á svona degi:
Fyrsti þurri dagurinn um langt skeið.
Banki endurkeyptur.
Dollarinn yfir hundrað kall.
Getur maður farið fram á meira?
Út í regnið fagnandi við förum
Þar bíður okkar síðasta gróðursetning ársins. Aspir. Tuttugu eintök. 80 til 100 sm. Rakastigið verður ólíkt því sem var í vor þegar við gróðursettum birkiplöntur í bökkum. Um þær má segja að þær hafi eiginlega horfið í þurrkunum sem stóðu í á annan mánuð. Og allir brunnar tómir. Vonum samt að þær teygi sig upp á móti sól næsta sumar.
Eggert Haukdal sýknaður
Fréttin af sýknu Eggerts Haukdal verkar þannig á mig að helst vildi ég hitta manninn og faðma hann að mér.
Dilkur 32
„Er pláss fyrir púka? spurði ég Sámsstaðabóndann. Við gengum samsíða að réttinni. Dráttur var kominn á fullt. Fjöldi manns í önnum. Rauðir vatnsgallar mynduðu andstæður við hvíta réttarveggina. Þetta var í Þverárrétt í gærmorgun.
Krásir
Mér finnst ekki hægt að orða það á annan veg. Krásir. Þá er ég að tala um sex binda safnið Íslenskar smásögur. Hef minnst á það áður í pistli og kallaði Gersemar í góðu bandi.
Útigangsfólk og Breiðavíkurdrengir
Eina ferðina enn kemur Velferðarráð Reykjavíkurborgar fram í fjölmiðlum og segir frá því að nú loks hafi það ákveðið að leysa vanda útigangsfólks. Og maður spyr: Hvað ætli ráðið sé oft búið að koma fram með samskonar yfirlýsingar án þess að verkin fylgi?
Velkomið nýtt fólk
Það var ánægjulegt að fylgjast með fréttum af heimkomu hópsins á Skagann í gær og heillandi að sjá jákvæðan anda og vinsemd þeirra sem annast um móttökuna.
Hvers vegna alltaf tómatsúpa?
Maður rekst stundum á svo ágætar smásögur. Og les þær gjarnan tvisvar. Þannig fór fyrir mér með söguna Bliss eftir Katherine Mansfield.
High Noon og nostalgían
Danska sjónvarpsstöðin DK1 hefur verið nösk við að viðhalda í manni nostalgíunni í sumar. Í fyrrakvöld sýndi hún hina frábæru kúrekamynd High Noon.