Það slær mig þessa dagana við lestur blaðanna að sömu blaðamenn skrifi öll blöðin.
Líkast er því að hver tyggi upp eftir öðrum og allir séu á sömu slóðum og spjalli við sama fólk um sama efni. Og fóru ekki báðar sjónvarpsstöðvarnar upp í Hallgrímskirkjuturn í gær?
Vonandi semja þeir ekki um að nota efni hver frá öðrum þegar og ef blöðin verða öll prentuð í sömu prentsmiðju.