Hlustaði á fréttir í sjónvarpi fyrr í kvöld.
Vilhjálmur Egilsson sagði:
„Það verður ekki hægt að hækka laun. Aðalviðfangsefnið verður að koma í veg fyrir atvinnuleysi.“ Hljómar þetta nokkuð eins og: „Varið ykkur verkalýður?“
Andrés Magnússon sagði:
„Verslunin getur ekki hækkað laun umfram 3.5 % um áramót. Það blasir við.“
Þó hafa vörur í verslunum hækkað um 20%.
Bankar hafa sagt:
„Við getum ekki lækkað vexti, né lagt verðtryggingu af lánum niður.“ Við mundum ekki lifa af.
Forsætisráðherra sagði:
„Nú er farið að sjást að það sem kallað hefur verið aðgerðarleysi er farið að bera árangur.“