Sólin vakti mig í morgun. Hún kom inn um gluggann á milli gardína. Það var vinalegt. Dagurinn byrjaði því vel þótt betri helmingurinn sé uppi í Borgarfirði, í systrasamveru í Kalmanstungu. Heimkoma hans er tilhlökkunarefni.
Einstök eik er fallin
Sigurbjörn Einarsson biskup lést í gær. Í hárri elli. Hann var meistari Orðsins og jöfur tungunnar. Málfar hans og vandvirkni í ræðu og riti báru af í íslenskum menningarheimi.
Allt til síðasta dags.
Afreksmenn og liðleskjur.
Handboltahetjur og ríkisstjórn.
Kreppan, dagblöðin og ráðamennirnir
Morgunblaðið hvetur okkur alþýðuna til að leika á kreppuna. Það kom fram í mánudagsblaðinu. Stór fyrirsögn á baksíðu, „Kreppan áskorun“ og heilsíða inni í blaðinu.
Farþegar frá útlöndum
Það biðu um það bil sjötíu manns í salnum framan við dyr komufarþega í Leifsstöð í gær. Þetta var um fimmleytið. Flestir einblíndu á stóru dyrnar sem farþegarnir komu um. Sumir héldu á lofti spjöldum með nöfnum á, aðrir stóðu í hnöppum og ræddu málið, en aðrir drukku úr plastmálum. Fólk skipti um fót til að hvíla sig í biðinni eða hallaði sér upp að súlu.
Afreksmenn
Það fer ekki á milli mála að þeir eru hetjur og afreksmenn, landsliðshópurinn sem fór til Kína. Þeir töpuðu ekki gullinu, þeir unnu silfrið.
Ramses
Ýmis orð sem maður heyrir í ys og þys hversdagsins koma til manns sem gamlir kunningjar og fá mann til að staldra við og rifja upp tengsli. Nafn hælisleitandans Pauls Ramsesar er eitt af þeim.
Ólafur Ragnar baðar sig
Vissulega fagnar fólk glæsilegum árangri. Innilega. Og horfir á spennufall leikmanna með skilningi. ,,Fólk verður bara að horfa á mig og giska,“ sagði Ólafur Stefánsson við sjálfumglaða fréttamanninn sem krafði hann um hnitmiðaða setningu í leikslok.
Huggun í einsemdinni
Það verður að játast að einskonar ánægjuhrollur fór um mig þegar Danir töpuðu fyrir Króötum í morgun. Orsökin liggur í því að ég sá þegar þjálfari Dananna missti vitið þegar þeir töpuðu fyrir Íslendingum. Allt fas hans þá og framkoma í leikslok fletti ofan af miklum hroka hans og yfirlæti í garð Íslendinga.
Þegar sárast svíður…
Þegar sárast svíður undan stjórnmálamönnum, viðhorfum þeirra, aðgerðum og aðgerðarleysi, upplifi ég gjarnan í reiði og beiskju löngun til að fá að kjósa upp á nýtt og skipta út fólkinu sem fer með valdið. Sárast bítur þetta þegar venjulegt fólk verður fyrir barðinu á þeim.