Stundum í gamla daga, ég meina gamla daga, þegar Pétur Pétursson var þulur á einu ljósvakarásinni og maður var ungur og hlakkaði til dagsins sem fór í hönd og Pétur spilaði svona lag eins og Víólettu, þá lyftist skapið í manni og maður fór á einskonar vængjum út í strætó og í vinnuna. Og brosti framan í alla. Góðan dag.
Bannað að veita afslátt
Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig kvarnirnar núast saman inni í hausnum á ráðherrum og ráðgjöfum þeirra. Heyrði frétt í kvöld sem sagði frá breytingum á lyfjasölufyrirkomulagi sem taka á gildi 1. október næstkomandi. Meginþema: Bannað að veita afslátt af hluta sjúklings í lyfjaverði.
Aumir verslunarmenn í Smáralind
Það er alltaf pirrandi þegar prentari verður bleklaus í miðju verki. Maður stendur sig að því að hafa trassað að kaupa hylki. Ekki við aðra að sakast. Huggunin ætti að felast í því hversu margar tröllslegar verslunarmiðstöðvar eru komnar í kvosina í dalnum í Kópavogi fyrir þá sem búa þar skammt frá. En það reyndist ekki svo.
Byssulausir á ísbjarnarslóð
Það er hluti af lífsnautninni, eftir helgardvöl í Borgarfirði, að koma heim í dagblöðin. Við hellum á kaffi, skiptum um föt og hvolfum okkur yfir blöðin. Þögul klukkustund fer í hönd.
Mogginn og álftirnar
Hafi það verið af fljótfærni að myndin af álftinni var birt á forsíðu Moggans í gær, og sé það áfall fyrir nýja ritstjóra blaðsins að hafa ekki greint „blöffið“ þá leyfi ég mér að segja eins og kerlingin: „fall er fararheill.“
Hvítabjörn er ekki gæludýr
Það er mikið lán að takast skyldi að fella hvítabjörninn áður en hann skaðaði menn og eða skepnur. Engin veit hvað langt er síðan hann gekk á land né heldur hvar og þaðan af siður hvaða slóðir hann hefur eigrað um. Svangur hvítabjörn er ekki líklegur til vinahóta.
Dauðasyndirnar – ærsl og alvara
Við sáum Dauðasyndirnar í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sýningin er vissulega mikill gleðileikur. Leikararnir mæta gestum sýningarinnar, með spaugi og áreiti, strax frammi við dyr þegar þeir opna salinn. Þeir bjóða fólki til sætis með ærslafullu látbragði og reyna að fá það til að slaka á og létta af sér leikhúss hátíðargervinu.
Ást í Litlatré
Þegar hún Ásta lífgar moldina
og fer um hana höndunum
eftir langan veturinn