Frændi minn Jón Ólafsson bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð er látinn. Langt um aldur fram. Hann lést á Jónsmessunótt, aðeins 52 ára gamall. Við vorum systkinabörn. Ólafur faðir hans og Gunnbjörg móðir mín voru börn Steins og Sigurbjargar frá Kirkjulæk.
Við, fjölskylda mín og ég, vottum eiginkonu Jóns, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð og hluttekningu á þessum erfiðu dögum missis, saknaðar og harma.