Stundum í gamla daga, ég meina gamla daga, þegar Pétur Pétursson var þulur á einu ljósvakarásinni og maður var ungur og hlakkaði til dagsins sem fór í hönd og Pétur spilaði svona lag eins og Víólettu, þá lyftist skapið í manni og maður fór á einskonar vængjum út í strætó og í vinnuna. Og brosti framan í alla. Góðan dag.