Hafi það verið af fljótfærni að myndin af álftinni var birt á forsíðu Moggans í gær, og sé það áfall fyrir nýja ritstjóra blaðsins að hafa ekki greint „blöffið“ þá leyfi ég mér að segja eins og kerlingin: „fall er fararheill.“
Hafi aftur á móti nýir ritstjórar blaðsins séð hvað um var að ræða og ákveðið að birta myndina samt, þá hefir háðið sem ýmsir létu í ljós og deildu með bloggheimum, heldur betur hitt þá sjálfa. Hvað skyldu annars margir hafa fattað plastið í fuglunum við fyrstu sýn?
Þar fyrir utan þá gleðst ég yfir Morgunblaðinu og óska því alls hins besta. Hlakka til að fylgjast með breytingunum og vona að þær nái einnig inn í Lesbókina. Vænti þess að í efnisvali gleymist ekki að hugsa til okkar sem keypt höfum blaðið í meira en hálfa öld.