Hafi það verið af fljótfærni að myndin af álftinni var birt á forsíðu Moggans í gær, og sé það áfall fyrir nýja ritstjóra blaðsins að hafa ekki greint „blöffið“ þá leyfi ég mér að segja eins og kerlingin: „fall er fararheill.“
Hvítabjörn er ekki gæludýr
Það er mikið lán að takast skyldi að fella hvítabjörninn áður en hann skaðaði menn og eða skepnur. Engin veit hvað langt er síðan hann gekk á land né heldur hvar og þaðan af siður hvaða slóðir hann hefur eigrað um. Svangur hvítabjörn er ekki líklegur til vinahóta.