Það ríkti einlæg gleði í sálum okkar Ástu og hjörtum fyrir viku þegar Erlan okkar var mætt í Litlatré og sýndi okkur nokkra af uppáhaldstöktum sínum. Veðrið þá var reyndar óhagstætt og við yfirgáfum staðinn áður en Erlan hafði lokið ferðasögunni sinni. Hún lauk henni í gær. Og það reyndist vera harmsaga.
Guðmundur klatti og borgarfulltrúarnir
Í þá daga var ekkert malbik á götunum á Grímsstaðaholtinu. Og engar gangstéttir heldur. Það voru malargötur sem náðu fast upp að húsunum. Við krakkaormarnir lékum okkur þarna, slógum gjarðir, eða fórum í „standandi tröll“ eða „fallin spýtan“. Oft í „cowboy“ hasar eða skylmingaleiki. Þá var fjör.
RÚV, góður þáttur
Hrúturinn Hreinn. Góður þáttur.
Takk fyrir.
Vesalingar
Kvikmyndin Vesalingarnir sem sýnd var á Dk 1, síðastliðinn miðvikudag, varð til þess að ég endurlas bókina. Lítilsháttar vonbrigði voru með málfarið á henni eftir öll þessi ár, en efnið stóð vel fyrir sínu. Sígild skáldsaga.
Að gleðjast yfir og með vinum
Hún var svolítið feimin í fyrstu. Kom fyrir hornið, stansaði augnablik og hvarf aftur. Litlu síðar endurtók hún þetta. Kom fyrir hornið, horfði raunar í aðra átt, tifaði, hvarf svo. Þetta endurtók hún nokkur skipti. Vægur gleðiskjálfti, kannski 1.5 á Richter, leið um hjartataugarnar í mér. Hún var komin.
Innvortis ef veðrið bregst
Þegar tölvan setur þennan pistil inn á heimasíðuna erum við Ásta stödd uppi í Borgarfirði þar sem við ætlum að vera yfir helgina og horfa á snjókomuna. Hitastigið í Húsafelli var aðeins + 1.7° C, skömmu fyrir hádegi í gær þegar við ákváðum að fara þrátt fyrir kuldann.
Arfleifð Sifjar í Heilbrigðinu
Það er nú einu sinni þannig með okkur eldra fólkið að þegar við upplifum ánægjuleg atvik þá myndast broshúð á sálinni í okkur. Og því var það þannig í desember þegar hjartalæknirinn minn, afskaplega yndislegur maður á sama aldri og ég, hafði farið yfir tékklistann, 135 yfir 85, lungun hrein og
Franskur maður stelur brauði
Það hljóp heldur betur á snærið í nostalgíukastinu í gærkvöldi, þegar danska sjónvarpið Dk.1 sýndi mynd Bille August´s, Vesalingarnir, eftir skáldsögu Victors Hugo, með Liam Neeson og Geoffrey Rush í aðalhlutverkunum.
Hérna hérna já, hérna.
Í hérna fyrradag hérna hlustaði hérna ég hérna á hérna verkfræðing hérna tala hérna um hérna skipulag hérna í hérna Reykjavík hérna í hérna þætti hérna á hérna rás hérna eitt hérna og hérna, hérna, hef hérna ekki hérna náð hérna mér hérna ennþá.
Verbum perfectum: sinceritas IV
Það er nú líklega eðlilegt að undirstrika að þessi pistlaskrif mín eru einfaldlega aðferð til að halda einhverskonar hringrás hugans í gangi. Talið er holt fyrir fólk að tjá sig og koma frá sér á einhvern hátt hugsun og vangaveltum sem kunna að auka þrýsting í kollinum á því. Býst ég við að þetta sé nytsamlegt fyrir okkur sem hætt hafa störfum og samskipti og félagsskapur fallið í lágmark.