Einn frídagur í staðinn fyrir tvo. Það þótti okkur ævinlega súrt í broti, verkamönnunum í verktakabransanum. Flesta aukafrídaga unnum við og fengum næturvinnukaup ofan á fastakaupið. Stundum nægði það fyrir úlpu á eitt barnanna. Þannig atriði glöddu okkur ævinlega. Úlpur og gallabuxur voru endalaus viðfangsefni. Það var því flokkað sem svindl þegar við fengum bara einn frídag í staðinn fyrir tvo. Það snérist um laun en ekki frí.
Hjúkrunarfræðingar fagna deginum með pálmann í höndunum. Þeir hafa staðið sig frábærlega vel og með lítillæti sínu og einlægni lét hrokinn og yfirlætið sem þeim voru sýnd í minnipokann. Ég leyfi mér að taka undur með
Gísla Tryggvasyni í umsögn um mynd af hjúkrunarfræðingunum, sem birtist á forsíðu 24 stunda í morgun:
„ákveðnin, ábyrgðin og ánægjan – en engin sjálfsánægja eða hroki –“.
Til samanburðar rifjast upp hin fáránlega framkoma við Reykjavíkurtjörn, þegar Dagur, Svandís og Björn Ingi tilkynntu, bólgin af sjálfsánægju, að þau hefðu nú sko aldeilis fellt meirihlutann í borgarstjórn.