„Hvað eigum við að biðja um?“ sagði ég.
„Þið eigið að biðja um það að Guð vísi ykkur veginn til annars fólks og gefi ykkur innsýn í þjáningar annarra manna. Þetta eigið þið að biðja um en ekki allt þetta drasl sem þið eruð sífellt að hugsa um.“
Dásamleg bókavika
Ég eignaðist nýja bók í vikunni. Keypti hana hjá Amazon.com. Það er dásamleg bók. Hef varla litið upp úr henni. Svona getur lífið verið eftirlátt.
Byggingastaðlar ritninganna
Páll talar skýrt og tæpitungulaust um byggingarefni í bréfi sínu til Korintumanna. Hann segir: „En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, þá mun koma í ljós hvernig verk hvers og eins er.“
Afleggjarinn og glíman við fordóma
Glími alltaf við þessa fordóma gagnvart skáldsögum íslenskra rithöfunda. Les þær helst ekki nema ef vinir láta falla orð um þær sem hitta mig. Og þá helst óbeinar athugasemdir. Sérlega finnst mér lærdómsríkt að heyra umsagnir Ástu um bækur. Þykist þekkja orðalag hennar svo vel að ég geti „lesið“ á milli línanna í tali hennar um bækur. En Ásta er mikill lestrarhestur.
Er spekin ein?
Gunnar Hersveinn hugleiðir um spekina í Lesbók gærdagsins. Hann er vinsæll höfundur, langskólagenginn og virtur. Hann segir um spekina, m.a.: „Hún er í kvarsi því harka hennar er talan sjö og hún er rúnum rist.“
Hefur þú sparkað í Hannes?
Það er með talsverðum ólíkindum að fylgjast með því hvað margir sparka í Hannes. Og nokkuð víst að þar er fólk sem aldrei hefur gert mistök. Það vekur spurningu.
Þota eða Trabant eða Þrúða
Ekkert skil ég í fólki sem æsir sig og hneykslast á því að æðstu menn landsins leigi einkaþotu til að fara á þennan Natófund hinu megin við hafið. Og komi heim eins fljótt og kostur er og treysti taumana.
Þrjár appelsínur
Auðvitað vildi ég ekki vera slakari en hinir og þess vegna fór ég út í bílinn minn síðdegis og setti í gang, þótt afkoma mín sé þannig þessi misserin að ég á varla fyrir bensíni síðustu vikuna í hverjum mánuði. Eins og svo margir aðrir. Þó er ég hættur að keyra bílinn nema stutta túra tvisvar í viku. En ég vildi ekki vera eftirbátur hinna.