Við sátum innan um bækur í litlu herbergi í kjallara í vesturbænum, þrír, og ræddum bækur. Síðan er liðinn fjórðungur úr meðalævi Íslendings. Þar kom í samræðunum að við tókum fyrir bækur sem við allir höfðum lesið. Kom þá í ljós að skoðanir okkar á efni bókanna og markmiði höfunda þeirra voru talsvert ólík.