Ekkert skil ég í fólki sem æsir sig og hneykslast á því að æðstu menn landsins leigi einkaþotu til að fara á þennan Natófund hinu megin við hafið. Og komi heim eins fljótt og kostur er og treysti taumana.
Ekki væri mér huggun í því að þau héngu í flughöfnum og biðu þar eftir áframflugi og kæmu á áfangastað þreytt og slæpt. Mér fyndist það einfaldlega ekki sæma íslensku þjóðinni. Ekki frekar en að senda þau á Trabant norður í land. Þótt Trabant eyði litlu.
En ég hneykslast á því að gasprararnir skuli ekki hamast af jafnmiklu offorsi yfir málefnum Þrúðu litlu og hennar líkum. Af nógu er að taka.